Sigvinna

Sigvinna nær yfir öll möguleg verk sem hægt er að vinna hangandi í siglínum. Notkun sérstaks sigbúnaðar ásamt sérhæfðri þekkingu og þjálfun gerir sigmönnum kleift að leysa ýmis verkefni hangandi í línum utan á eða innan í húsum og öðrum mannvirkjum. Þannig má til dæmis komast að stöðum sem ekki er hægt að ná til með öðrum aðferðum. Þessi aðferð hefur ýmsa kosti umfram hefðbundnari aðferðir.

Hefðbundari aðferðir, vinnupallar eða vélknúnar lyftur og kranar hafa ýmsa ókosti. Sem dæmi má nefna að það getur verið dýrt að reisa vinnupalla, seinlegt og er lýti á mannvirkjum. Einnig fylgir þeim aukin innbrotshætta því þeir auðvelda aðgengi óviðkomandi að byggingum og þeir geta hindrað neyðarútganga. Vélknúin lyftutæki eru oft öruggari en vegna stærðar og takmarkaðra hreyfimöguleika eru þau heldur ekki alltaf besta lausnin.

Kostir sigvinnu

Fyrir utan að vera oft ódýrara og stundum eina raunhæfa lausnin hefur notkun siglína þá kosti umfram vinnupalla og vélknúnar lyftur og krana að hafa lágmarks áhrif á umhverfið. Hávaðamengun vegna vinnuvéla er engin, áhrif á venjulegt aðgengi að byggingunni eru engin, engin óþægindi fyrir gangandi vegfarendur eða bílaumferð, engin loftmengun og engin sjónmengun af vinnupöllum og stórum tækjum.

Öruggt kerfi
Sé unnið eftir viðurkenndum stöðlum er sigvinna öruggt vinnukerfi. Sigmenn ehf. fara eftir hinum alþjóðlega viðurkennda IRATA staðli fyrir vinnu í hæð. IRATA gefur út strangar verklagsreglur og óháð eftirlit framkvæmt af sérfræðingum í vinnustaðaöryggi hefur sannað öryggi þeirra ár eftir ár síðustu 20 árin.

Lágmarks truflanir fyrir umhverfið
Notkun siglína lágmarkar áhrif á umhverfið. Siglínur eru fyrirferðalítill búnaður sem er settur upp í byrjun vinnudags og tekin niður að honum loknum. Þetta þýðir að áhrif og truflanir fyrir umhverfið, bygginguna, notendur byggingarinnar, vegfarendur og umferðarflæði er í lágmarki. Notkun siglína hefur ennfremur engin áhrif á útlit bygginga og mannvirkja. Notkun siglausna veldur þannig lágmarkstruflunum á allri starfsemi, þannig að  varla verður vart við framkvæmdina.

Umhverfisvænn kostur
Sigvinna er umhverfisvænn kostur. Engra vélknúinna tækja er þörf sem mengað geta umhverfið og henni fylgir engin hávaðamengun eða sjónræn mengun.

Fjölhæf aðferð
Notkunarmöguleikar sigvinnu takmarkast eingöngu af hugmyndaflugi viðskiptavinarins. Sigvinna er vaxandi iðnaður um allan heim, á sjó sem og á landi. Þeir sem bera ábyrgð á þrifum, viðhaldi, uppsetningum og eftirliti og ástandsskoðun hárra bygginga eða þar sem venjulegt aðgengi er erfitt ættu hiklaust að skoða siglausnir sem valmöguleika við hefðbundnari aðferðir.

Hagræðing í kostnaði
Sífellt aukast kröfur um hagræðingu í rekstri bygginga. Notkun siglausna getur hjálpað í þessu tilliti þar sem fjármagn og tími sparast af því að þurfa ekki að setja upp vinnupalla eða nota dýr vélknúin lyftutæki. Þetta mætti hafa í huga þegar á hönnunarstigi bygginga því ef sigvinna er tekin inn í reikninginn frá byrjun má einfalda enn frekar aðgengi fyrir slíka vinnu og spara umtalsverðar fjárhæðir til lengri tíma.

Dæmi um verk sem Sigmenn geta leyst þar sem aðgengi er erfitt eða vinna þarf í hæð

 • Uppsetningarverkefni á þökum og háum byggingum.
 • Uppsetning flasninga og loftneta.
 • Uppsetning loftræstibúnaðar.
 • Uppsetning fallvarna og öryggisneta.
 • Uppsetning grjóthrunvarna.
 • Uppsetning snjóhrunvarna.
 • Eftirlit, prófanir og ástandsskoðun bygginga og mannvirkja svo sem brúa, mastra og háhýsa.
 • Viðgerðir og viðhald.
 • Skoðun á klæðningum og yfirborðsvörn, viðhald og lagfæringar.
 • Málningarvinna á þökum og háum byggingum.
 • Rúðuskipti í hæð.
 • Lekaviðgerðir.
 • Snjómokstur ofan af þökum vegna þyngsla, leka eða hrunhættu.
 • Öll almenn og sérhæfð þrif á stöðum sem erfitt er að komast að.
 • Gluggaþvottur.
 • Myndatökur í hæð.
 • Vinna í þröngum rýmum.