Fallvarnaskóli Sigmanna

Fallvarnaskóli Sigmanna er starfræktur til að stuðla að auknu öryggi við vinnu í hæð með því að auka öryggisvitund og skilning á fallslysum. Námskeið eru sett upp með það að markmiði að þátttakendur öðlist hæfni til að vinna í hæð á öruggan og skilvirkan hátt með notkun fallvarnabúnaðar. Þátttakendur öðlast skilning á notkunarmöguleikum og takmörkunum fallvarnabúnaðar. Í boði eru grunnnámskeið í fallvörnum, björgun úr hæð og vinnu í lokuðum rýmum ásamt sérsniðnum námskeiðum sem sérstaklega eru löguð að þörfum og starfsemi viðskiptavinar. Með því móti næst hnitmiðaðri þjálfun og betri nýting á tíma þátttakenda. Verkleg þjálfun fer fram í litlum hópum til að tryggja fullnægjandi aðkomu allra þátttakenda að æfingum og að leiðbeinandi hafi góða yfirsýn yfir hópinn. Meðal efnisatriða námskeiða eru:

_MG_1579

Vinna í hæð

 • Hættur sem fylgja vinnu í hæð
 • Orsakir fallslysa og aðgerðir til að lágmarka hættu á fallslysum
 • Áhættumat
 • Aflfræði fallandi hluta
 • Falldemparar og fallrými

 

Fallvarnabúnaður

 • Gerðir fallvarnabúnaðar
 • Val á fallvarnabúnaði fyrir mismunandi aðstæður
 • Umhirða og viðhald á fallvarnabúnaði
 • Skoðun og eftirlit með fallvarnabúnaði

 

Björgun úr hæð

 • Björgunaráætlun
 • Björgunarbúnaður
 • Hvað þarf að hafa í huga við björgun

 

         Lokuð rými

 • Skilgreining lokaðra rýma
 • Helstu hættur lokaðra rýma
 • Loftgæði
 • Sérhæfður búnaður fyrir vinnu í lokuðum rýmum
 • Samskipti í lokuðum rýmum
 • Björgun úr lokuðum rýmum

 

Hagnýt og verkleg þjálfun

 • Meðhöndlun fallvarnabelta
 • Stilling á belti og val á réttri stærð
 • Tengilínur og lásar
 • Festipunktar
 • Björgunaræfingar

 

Einnig eru í boði námskeið fyrir þá sem þurfa að sinna verkefnum á jöklum, við straumvötn, í brattlendi eða utan alfaraleiða. Námskeið eru alltaf sniðin að þörfum viðskiptavina til að mæta óskum og þörfum þeirra sem best. Meðal efnis námskeiða er:

 • Fyrsta hjálp fyrir þá sem eru í vinnu utan alfaraleiða og þurfa að treysta á sjálfa sig, þeir læra að þekkja eigin takmarkanir og meta hvenær kalla þarf til  utanaðkomandi hjálp.
 • Grunnatriði línuvinnu. Þátttakendur kynnast helsta búnaði sem notaður er við klifur og línuvinnu svo sem klifurbeltum, línum, karabínum, borðum og tryggingarbúnaði. Farið er yfir helstu gerðir trygginga, hnúta og aðferða við sig og klifur í línum.
 • Straumvatn og örugg þverun áa.  Eðli straumvatns og algengustu hættur því tengdar, hvað ber helst að varast þegar farið er yfir ár, hvernig á að lesa í ánna, aðferðir við að þvera ár, búnaður.
 • Ferðalög á jöklum og björgun úr sprungum. Helstu atriði varðandi nauðsynlegan búnað, brodda, ísaxir, akkeri, sprungubjörgunarbúnað og hífingar. Algengustu hættur og hvernig þær ber að varast.
 • Umhverfisvitund og mat á aðstæðum. Hegðun sem lágmarkar áhættu.

 

IMG_1605