Námskeið og þjálfun

Sigmenn bjóða fræðslu og þjálfun af ýmsu tagi ætlaða starfsfólki í iðnaði vegna vinnu í hæð, vinnu í lokuðum rýmum eða umgengni við óbyggðir við störf á afskekktum svæðum.

Vinna í hæð og vinna í lokuðum rýmum

Sigmenn bjóða upp á námskeið fyrir þá sem þurfa að sinna vinnu í hæð eða lokuðum rýmum. Þetta eru námskeið í notkun fallvarna- og öryggisbúnaðar, öruggri vinnuhegðun, björgun úr hæð og fyrstu hjálp.

Vinna í óbyggðum og á afskekktum svæðum

Einnig bjóða Sigmenn upp á námskeið í vinnu og umhverfisvitund í óbyggðum og ráðgjöf fyrir þá sem sinna störfum á afskekktum svæðum, við jökla, í brattlendi, fjallendi eða við straumvötn. Veitt er fræðsla um búnað og kennd undirstöðuatriði í umgengni við mismunandi aðstæður, hvað ber að varast, hvernig skal vera meðvitaður um hættur sem leynast í umhverfinu og hvernig á að bregðast við þeim, svo eitthvað sé nefnt.

Hafið samband við sigmenn@sigmenn.is eða í síma 778 1122  til að fá frekari upplýsingar eða til að panta námskeið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


*

Why ask?