Um Sigmenn

_MG_1579

Sigmenn ehf. er verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig í verkefnum sem vinna þarf úr siglínum. Með því að nota siglínur má m.a. lágmarka kostnað, tíma og óþægindi sem annars hlytust af verkinu með uppsetningu á vinnupöllum, vinnulyftum eða krönum.

Í sumum tilfellum er þjónusta Sigmanna eina raunhæfa lausnin sökum þrengsla, hæðar eða kostnaðar við aðrar lausnir.

Sigmenn hafa á sínum snærum þjálfaða sigmenn sem einnig eru reyndir iðnaðarmenn. Það gerir fyrirtækinu kleift sinna ólíkum verkefnum á faglegan máta.

Sigmenn bjóða einnig upp á ráðgjöf sem nýtist byggingaverktökum, verkfræðistofum, arkitektum og opinberum stofnunum. Gott getur verið að kalla Sigmenn til ráðgjafar strax á hönnunarstigi mannvirkja til að skipuleggja viðhald og eftirlit úr siglínum. Ef hugað er að þessum þætti snemma í ferlinu getur það sparað tíma og fjármuni til lengri tíma og oft þarf ekki nema lágmarks fjárfestingu til að sinna viðamiklum verkefnum.