IRS

Undir merkjum IRS, Iceland Rescue & Safety, sinna Sigmenn ehf. þjónustu við kvikmyndaiðnaðinn, rannsóknarleiðangra og aðra þá hópa sem eru við störf á afskekktum eða hættulegum landsvæðum og í óbyggðum.

Öryggisþjónusta

IRS veitir þessum hópum sérhæfða öryggisþjónustu sem felur í sér áhættumat á verksvæðum, rýni í veðurspár, aðgengisstýringu eða afmörkun öruggra svæða í hættulegum aðstæðum, eftirlit með öryggi á verkstað, leiðsögn fyrir rannsóknarleiðangra ofl.

Ráðgjöf

Ef þess er óskað veitir IRS  ráðgjöf varðandi nauðsynlegan búnað, veðurspár, tökustaði ofl.

Námskeið og þjálfun

IRS býður einnig upp á námskeið fyrir þessa hópa til að undirbúa þá fyrir störf í aðstæðum sem þeim eru ókunnar og geta reynst óvönum hættulegar.

WILDERNESS AWARENESS

EXPEDITION FIRST AID

BASIC ROPE WORK

SWIFT WATER BASICS AND RIVER CROSSING

GLACIER TRAVEL AND CREVASSE RESCUE

 

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu IRS