Undir merkjum IRS, Iceland Rescue & Safety, sinna Sigmenn ehf. þjónustu við kvikmyndaiðnaðinn, rannsóknarleiðangra og aðra þá hópa sem eru við störf á afskekktum eða hættulegum landsvæðum og í óbyggðum.
Öryggisþjónusta
IRS veitir þessum hópum sérhæfða öryggisþjónustu sem felur í sér áhættumat á verksvæðum, rýni í veðurspár, aðgengisstýringu eða afmörkun öruggra svæða í hættulegum aðstæðum, eftirlit með öryggi á verkstað, leiðsögn fyrir rannsóknarleiðangra ofl.
Ráðgjöf
Ef þess er óskað veitir IRS ráðgjöf varðandi nauðsynlegan búnað, veðurspár, tökustaði ofl.
Námskeið og þjálfun
IRS býður einnig upp á námskeið fyrir þessa hópa til að undirbúa þá fyrir störf í aðstæðum sem þeim eru ókunnar og geta reynst óvönum hættulegar.
WILDERNESS AWARENESS
EXPEDITION FIRST AID
BASIC ROPE WORK
SWIFT WATER BASICS AND RIVER CROSSING
GLACIER TRAVEL AND CREVASSE RESCUE